Krílaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð laugardaginn 18. september til sunnudagsins 19. september.

Dagskráin miðar að mæðrum með börn undir 1 árs aldri, og börnunum að sjálfsögðu boðið með.

Boðið verður uppá góðan mat, heilsunuddari kemur og ræðir við mæður um grindabotnsæfingar og kennir leiðir til að nudda úr sér vöðvabólgur sem oft hrjá mæður. Þar fyrir utan verður kennt barnanudd, farið verður í krílasöngva, og boðið verður uppá skemmtilega fræðslu og almennt góða stund mæðra og ungra kríla.  Þarna kynnist þið  öðrum konum  með ung börn og njótið paradísarinnar sem er Vindáshlíð.

Kjörið tækifæri fyrir mæður til að taka sér smá pásu frá dags-daglega lífinu og koma og njóta verunnar með okkur í Vindáshlíð í Kjós. Verð í flokkinn er 9.900 krónur og skráning er opin út þriðjudaginn 14.09.

Hægt er að skrá sig hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1804