Nú er vetrarstarf KFUM og KFUK í æskulýðsdeildum um land allt að hefjast af fullum krafti. Leiðtogar deildanna eru að setja sig í stellingar og gera sig tilbúna fyrir skemmtilegan vetur. Deildarstarf KFUM og KFUK er fyrir börn í 2.-10.bekk og er skipt í þrjár deildir, Vinadeildir 2.-4.bekkur, Yngrideildir 5.-7.bekkur og Unglingadeildir 8.-10.bekkur.

Deildarstarf fer fram í eftirfarandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Ástjarnarkirkju, Fella- og Hólakirkju, Guðríðarkirkju, Lindakirkju og  Neskirkju. Á landsbyggðinni er starf á eftirfarandi stöðum: Keflavík, Grindavík, Innri og Ytri-Njarðvík, Hveragerði, Akranesi, Akureyri og Vestmanneyjum.

Nóg erum um að vera í vetur t.d. haustferð, miðnæturíþróttamót ásamt öðrum viðburðum sem setja mark sitt á æskulýðsstarf KFUM og KFUK. Mikil eftirvænting er fyrir að starfið hefjist sem mun gerast á allra næstu vikum!

Frekari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni en einnig má hringja á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 til að fá frekari upplýsingar.