Enn er opið fyrir skráningar í Kvennaflokkinn í Vindáshlíð.

Yfirskrift flokksins verður „Sólarmegin í lífinu“ og verður lögð áhersla á andlega og líkamlega heilsu.
Skráning er opin á https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1681 en verð í flokkinn er 19.100 krónur.
Dagskrá:
Föstudagur 10. september
Frá 16:00  Mæting og komið sér fyrir
19:00   Kvöldverður
20:00   Hópefli
20:30   Kvöldsamvera: Tinna Rós Steinsdóttir, framkvæmdarstjóri indáshlíðar segir okkur frá starfinu.
22:00   Kvöldkaffi og umræður um framtíð Vindáshlíðar.
22:30   Kvöldstund í Hallgrímskirkju.
Laugardagur 11. september
09:00   Morgunverðarhlaðborð að hætti Hlíðarinnar (stendur til 10:00)
10:00   Fánahylling
10:15   Morgunstund: Aðalheiður Jensen frá Primal ræðir við okkur um rækt við eigin líkama.
10:45   Hreyfiflæði og teygjur fyrir áhugasama: Aðalheiður Jensen frá Primal býður upp á hreyfiflæði og teygjur í íþróttahúsi.
12:00   Hádegisverður
13:00   Frjáls tími: Til dæmis hægt að fara í berjatýnslu, göngutúr, FOLF, eða koma saman í setustofu með prjónana.
             -Handavinnustofa Silju: Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir kemur með hugmyndir um hvernig er hægt að endurnýta handavinnuna. Allar sem hafa áhuga geta komið með gamla eða ókláraða  handavinnu og gefið henni nýtt líf.
15:30   Kaffitími
16:00   Síðdegisstund: Sr. Helga Kolbeinsdóttir talar til okkar undir yfirskriftinni „Undursamlega sköpuð“
18:30   Veislustund í Kirkju: Sungin nokkur lög og „ofið mjúka“ úr kirkjunni niður í skála.
19:00   Veislumatur
20:30   Veialaukvöldvaka: Allir þátttakendur eru hvattir til að vera með atriði.
Sunnudagur 12. september
09:00   Morgunverðarhlaðborð að hætti Hlíðarinnar (stendur til kl. 10:00)
10:00   Frjáls tími
11:00   Messa í Hallgrímskirkju: Sr. Helga Kolbeinsdóttir leiðir
12:00   Hádegisverður
13:00   Frágangur herbergja og heimför.