Vilt þú vera með í skemmtilegum kvennakór?
Ljósbrot, kvennakór KFUK, er sönghópur sem er að hefja sjöunda starfsárið sitt. Við getum glatt ykkur með því að það er pláss fyrir nýliða í kórinn. Stjórnandi kórsins er Keith Reed. Við hvetjum áhugasamar konur til að líta við á æfingar. Þær eru á miðvikudögum í félagsheimili KFUM og KFUK á Holtavegi 28 frá kl.17 til 18.30. Við fylgjum samfélagssáttmála og sóttvarnarreglum varðandi Covid-19. Áhugasamir hafi samband við Herdísi Ástráðsdóttur í síma 8630519 eða í gegnum Facebook fyrir nánari upplýsingar.