Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi verður næstkomandi  laugardag, 5. júní 2021 í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík.  Húsið opnar kl. 9:30 en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn verða afhent.  Þeir sem ekki hafa greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að gera það við innganginn. Formleg dagskrá hefst kl. 10:00 – sjá meðfygjandi dagskrá.  Léttar veitingar.  Hvetjum félagsfólk til að mæta.

Dagskrá
Ávarp formanns og setning aðalfundar. Sólveig Reynisdóttir, formaður KFUM og KFUK á Íslandi.
Hugvekja og bæn. Sr. Sigurður Már Hannesson, skólaprestur
Aðalfundarstörf.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Starfsskýrsla stjórnar.
3. Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar.
4. Skýrslur og reikningar starfsstöðva kynntir.
5. Fjárhags- og starfsáætlun.
6. Stjórnarkjör.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.
10. Fundarslit.
Líkt og lög félagsins gera ráð fyrir munu starfsskýrslur og reikningar starfsstöðva liggja frammi á
aðalfundi.