Vegna mikillar eftirspurnar í sumar hafa sumarbúðir KFUM og KFUK bætt við nokkrum dvalarflokkum í lok sumars. Auk þess hefur Vindáshlíð ákveðið að bjóða 8 og 9 ára stúlkum að koma

Vindáshlíð – Stubbaflokkur 19.-21. júní

Vindáshlíð fer nú af stað með Stubbaflokk í fyrsta skipti. Flokkurinn er stuttur, eða einungis tvær nætur, og er miðaður að 8 og 9 ára stúlkum sem hafa ekki komið í Vindáshlíð áður. Flokkurinn er dagana 19.-21. júní.

Í flokknum verður farið yfir það helsta sem Vindáshlíð hefur uppá að bjóða í smærri sniðum og er frábær undirbúningur fyrir stúlkur sem stefna á að koma í lengri flokk á næsta ári.

Skráning er hafin. Skráning fer fram hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1797

Vindáshlíð – Aukaflokkur 15. – 19. ágúst 

Vindáshlíð bíður upp á aukaflokk dagana 15. – 19. ágúst fyrir stúlkur fæddar 2009 – 2011.

Verð í flokkinn er 52.900 með rútu en 49.800 kr. án rútu.

Skráning fer fram hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1798

Ölver – Listaflokkur 10.-15. ágúst

Ölver hefur bætt við listaflokki fyrir 9-12 ára stúlkur (2009-2012) dagana 10. – 15. ágúst. Í listaflokki fær sköpunargleðin heldur betur að njóta sín og lögð er áhersla á listir og skapandi starf af ýmsu tagi.

Verð í flokkinn er 62.200 með rútu eða 59.000 án rútu.

Skráning fer fram hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1757

Vatnaskógur – Aukaflokkur 19.-22. ágúst

Vegna mikillar eftirspurnar býður Vatnaskógur uppá 4 daga aukaflokk dagana 19.-22. ágúst. Flokkurinn verður fyrir stráka 9-12 ára. Það er tilvalið að skella sér í Vatnaskóg i sumarlok og njóta alls þess sem er í boði. Flokkurinn verður með hefðbundu sniði bátar, íþróttir, leikir, kvöldvökunnar og allt hitt. Lagt verður af stað kl. 13:00 á fimmtudeginum og komið heim kl. 17:00 á sunnudeginum.

Verð í flokkinn er kr. 43.500.- án rútu eða 47.000 með rútu.

Skráning fer fram hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1802