Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi verður laugardaginn 5. júní 2021, í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík.  Húsið opnar kl. 9:30 en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn verða afhent.  Formleg dagskrá hefst kl. 10:00 og áætlað er að fundi ljúki fyrir kl. 14:00.

 

Annað árið í röð hefur þurft að fresta  aðalfundi vegna samkomutakmarkana, en samkvæmt boðaðri dagskrá stóð til að halda hann 17. april sl.  Stjórn félagsins treystir á að hægt verði að halda aðalfundinn með hefðbundnum hætti þann 5. júní, að öðrum kosti verður fundurinn haldinn sem fjarfundur þann sama dag.