Vindáshlíð fagnar sumri með fyrsta vinnuflokki tímabilsins, núna á laugardaginn 24. apríl, frá 10-17. Léttur hádegisverður og snarl í boði fyrir þátttakendur.
Fjöldi verkefna liggja fyrir og fögnum við öllum höndum sem eru tilbúnar að koma og aðstoða. Þátttakendur geta valið sér verkefni af lista, eða jafnvel komið með eigin tillögur að verkefnum.
Við fylgjumst náið með Covid takmörkunum og komum til með að hólfaskipta þátttakendum ef þörf verður á.
Til að undirbúa helgina biðjum við þá sem hafa hug á að mæta að skrá sig til leiks hér, í síðasta lagi á föstudaginn 23. apríl.
Einnig er hægt að skrá sig í komandi vinnuflokka 15. og 29. maí.
Beiðnum og nánari upplýsingar og spurningum er beint til Tinnu Rósar Steinsdóttur, verkefnastjóra Vindáshlíðar, á tinnaros@kfum.is