Vegna þeirrar óvissu sem samkomutakmarkanir skapa, hefur stjórn KFUM og KFUK ákveðið að fresta aðalfundi félagsins, sem boðaður hafði verið laugardaginn 17. apríl nk.  Stjórnin er að horfa til laugardagsins 1. maí fyrir aðalfundinn, en það skýrist þegar næstu skref stjórnvalda varðandi samkomutakmarkanir verða kynntar.   Við í KFUM og KFUK erum orðin óþægilega reynd í því að fresta aðalfundum, en vonum að þessi ákvörðun mæti skilningi.