Framundan eru páskar þar sem við munum öll ferðast innanhús. KFUM og KFUK hvetur alla fjölskylduna til uppbyggjandi og skemmtilegrar samveru yfir heimahátíðina. Páskabingó KFUM og KFUK eru tólf verkefni fyrir alla fjölskylduna til að leysa saman yfir páskana. Þegar bingóspjaldið er útfyllt hvetjum við þig að senda okkur kveðju með myndum af verkefnunum á netfangið fjarfjor@kfum.is. Á sumardaginn fyrsta verður dregið úr innsendum kveðjum og ein fjölskylda fær frímiða fyrir alla fjölskylduna á Sæludaga í Vatnaskógi í sumar.

Páskabingó KFUM og KFUK

Smelltu á myndina til að sækja bingóspjald á PDF-formi – https://www.kfum.is/wp-content/uploads/2021/03/2021-03-Paskabingo-KFUM-og-KFUK-v2.pdf