KFUM og KFUK hefur ákveðið að fresta öllu barna- og æskulýðsstarfi sínu þar til 15. apríl vegna samkomubanns út af útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Við vitum að upplýsingar frá stjórnvöldum geta tekið breytingum og erum meðvituð um að ákvarðanir félagsins geta haldið áfram að breytast á næstu vikum.

Hægt verður að fylgjast með upplýsingum um starf félagsins á kfum.is og á Facebooksíðu félagsins.