Vorferð yngrideilda var haldin helgina 12.-13.mars í Vatnaskógi fyrir allar yngrideildir í starfi KFUM og KFUK.  Mótið var afar vel sótt þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir börning og allir fundu eitthvað fyrir sitt hæfi, má þá helst nefna frjálsa tíma sem bauð upp á allskornar fjör, orrustu, skotbolta, brjóstsykurgerð, skógarferð og svo lengi mætti telja. Á föstudagskvöldinu þegar öll börn voru komin í ró var haldið risa stórt náttfatapartý þar sem dansað var stíft og mikið fjör.

Mótstjórar voru leiðtogar í starfinu okkar Benedikt, Brynjar Karl, Jakob Freyr og Jóel, þeir sáum undirbúning fyrir mótið og sem heppnaðist mjög vel! Börnin fóru sátt heim á laugardeginum eftir góða daga í Vatnaskógi.