Leikskólastjóri

Leitum að öflugum einstaklingi til að stýra leikskólanum Vinagarði sem er sjálfstætt starfandi leikskóli rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi.

Við viljum fá til liðs við okkur leiðtoga með  brennandi áhuga á leikskólastarfi og að leiða fólk á öllum aldri áfram til góðra verka. Einstakling með lag á og ánægju af samskiptum við aðra, hugmyndaauðgi, ásamt metnaði til að hlúa að skapandi og uppbyggilegu umhverfi fyrir börn, starfsfólk, foreldra og aðra hagaðila í anda stefnu félagsins.

Leikskólastjóri annast daglegan rekstur leikskólans og er í forystu um þróun metnaðarfulls leikskólastarfs og uppbyggilegs starfsumhverfis sem hvetur börn og starfsfólk til að efla þekkingu sína og færni. Það er hlutverk leikskólastjóra að sjá til þess að farið sé eftir aðalnámskrá leikskóla sem og öðrum lögum og reglum sem um skólann gilda.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), kynningarbréf og leyfisbréf til kennslu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2021 og er gert ráð fyrir að réttur aðili hefji störf sumarið 2021. Umsóknum skal eingöngu skilað í gegnum Alfreð.

https://alfred.is/starf/leikskolastjori-4

Nánari upplýsingar veita María Sighvatsdóttir leikskólastjóri, majas@kfum.is, og Guðmundur Karl Einarsson stjórnarformaður, gudmundurkarl@gmail.com.