UD LANDSINS er ný sería um allt það helsta sem unglingadeildir KFUM og KFUK á Íslandi eru að gera í sínu starfi. Þá eru heimsóttar hinar ýmsu unglingadeildir víðsvegar um landið. Þar fáum við að kynnast þátttkendum og leiðtogum á hverjum stað fyrir sig. Síðan eru sýnd stutt skemmtiatriði frá KSS og þátttakendum í unglingadeild. Í lok hvers þáttar er síðan hugleiðing frá prestum sem KFUM og KFUK er í samstarfi við. Kynnar þáttarins eru Alex Leó Kristinsson og Eva Sigurðardóttir.

Þetta er 7 þátta sería og hafa æskulýðsfulltrúarnir Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson séð um að stýra þessu verkefni og gaman er að sjá hversu vel forstöðufólk í deildunum hefur tekið í þetta og hversu spennt unglingarnir eru fyrir þessu frábæra verkefni!

Við ætlum að halda áfram með verkefnið næsta haust og kynnast þá fleiri unglingadeildum í starfinu okkar. Fyrstu fjórir þættirnir eru komnir út og er hægt að sjá þá hérna: https://www.kfum.is/tv/