Nú fer að líða að því að farið verður í Vorferð KFUM og KFUK 12-13. mars, þessi ferð er fyrir skráða þátttakendur.

Brottför- (mikilvægt er að vera mætt/ur í síðasta lagi 15 mínútum fyrir brottför): 

Reykjanesbær kl. 16:00- Félagsheimili KFUM og K( Hátún 36)
Grindavík kl. 16:30- Grindavíkurkirkja
Hveragerði kl. 16:30- Hveragerðiskirkja
Höfuðborgarsvæðið (Lindakirkja og Hetjan ÉG!) kl. 17:00- Holtavegur 28

Heimferð verður kl. 13:30 úr Vatnaskógi á laugardeginum

Það sem er mikilvægt að taka með sér er: Svefnpoka, lak, kodda, tannbusta, tannkrem, hlýjan og góðan útivistarfatnað, íþróttaföt, aukaföt, annað tilheyrandi og góða skapið! Börnin mega koma með nammi, snakk og drykki en bannað er að koma með einhverskonar orkudrykki!

Hlökkum til að sjá börnin í Vatnaskógi um helgina!

Leiðtogar