Æskulýðsmótið Friðrik var haldið síðastliðnu helgi í Vatnaskógi fyrir alla unglingadeildirnar í stafi KFUM og KFUK. Mótið var afar vel sótt þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir unglinganna. Má þá helst nefna Vatnaskógur Impossible leikur, kvöldvökur, draugahús, orrustu, hópastarf, spil og svo lengi mætti telja. Á laugardagskvöldinu var svo haldin hátíðarkvöldvaka þar sem frumsýnt var nýr magasín þáttur fyrir unglingadeildir í starfi KFUM og KFUK og kvöldinu síðan lauk með Svínadalsballinu vinsæla!

Mótstjórar voru leiðtogar í starfinu okkar Arnar Gauti, Snorri, Trausti Mar, Svanhildur, Hrefna og Pétur Bjarni, þau sáu um allann undirbúning sem var vandaður og mótið heppnaðist mjög vel! Unglingarnir fóru sáttir heim á sunnudeginum eftir góða helgi í Vatnskógi.