Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir rafrænu örnámskeiði um neteinelti á meðal barna og ungmenna fimmtudaginn 18. febrúar n.k. kl 13:15.  Ekkert kostar á námskeiðið.

Námskeiðið er hluti af vitundarvakningu Æskulýðsvettvangsins um neteinelti á meðal barna og ungmenna sem hefur það að markmiði að auka vitund um einelti á netinu og alvarlegar afleiðingar þess með það að markmiði að sporna gegn því að börn og ungmenni tileinki sér slíka hegðun.

Samskipti hafa í auknu mæli færst yfir á netið og eru rafræn samskipti orðin ein helsta samskiptaleið fólks í dag. Rannsóknir sýna fram á að ungt fólk notar netið í allt að 40 klukkustundir á viku og að allt að 92% barna fara á netið á hverjum degi. Vegna þessa eru þau berskjölduð gagnvart neteinelti og öðru ofbeldi á netinu. Mikilvægt er að leita leiða til þess að sporna gegn neteinelti á meðal barna og ungmenna vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem það getur haft, jafnt fyrir þolendur, gerendur og samfélagið í heild sinni. er alvarlegt samfélagslegt vandamál.
Á námskeiðinu verður meðal annars reynt að svara eftirfarandi spurningum:
Hvað er neteinelti?
Hverjar eru birtingarmyndir neteineltis?
Hvar fer neteinelti fram?
Hverjar eru vísbendingarnar um að neteinelti eigi sér stað?
Hverjar eru afleiðingar neteineltis?
Hvað er hægt að gera?
Fyrirlesari á námskeiðinu er Sema Erla, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins og höfundur og ábyrgðaraðili verkefnisins.
Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hér: https://fb.me/e/2hijOn1mG
Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Samtökin vinna að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi.