Fundir AD-KFUM hefjast á ný 18. febrúar

Þar sem rýmkað hefur verið um samkomutakmarkanir hefjast fundir í AD-KFUM á ný fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.00 á Holtavegi. Efni fundarins verður Eþíópía – land mikilla andstæðna og er í umsjá Guðlaugs Gunnarssonar og Ólafs Sverrissonar. Guðlaugur mun fjalla um andstæðurnar sem birtast í sögu og menningu Eþíópíu ásamt því að greina áhrif kristniboðsins í landinu. Ólafur mun segja frá jarðhitaverkefni sem hann hefur tekið þátt í þar í landi.

Á fundunum verður gætt allra sóttvarna og tveggja metra fjarlægð tryggð með uppröðun sæta í salnum. Ekki verður boðið upp á veitingar að svo stöddu. Þeir sem vilja nota grímur eru beðnir að hafa þær með sér.