Sumarbúðirnar í Vindáshlíð auglýsa eftir verkefnastjóra í 50% starfshlutfall. Um er að ræða nýtt tímabundið starf til 31. ágúst 2021 með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni:

–         Umsjón með ráðningum og starfsmannahaldi fyrir sumarstarfið.

–         Vera forstöðufólki innan handar þegar starfsemi er í sumarbúðunum.

–         Samskipti við foreldra eftir þörfum.

–         Sinna brottförum í Vindáshlíð og heimkomu barna.

–         Umsjón með viðburðum á vegum sumarbúðanna (t.d. vinnuflokkar, árshátíð, kaffisala).

–         Skoða leiðir til að auka nýtingu sumarbúðanna, sérstaklega yfir vetrarmánuðina m.t.t. nýsköpunar.

–         Mótun hlutverks verkefnastjóra í samvinnu við stjórn Vindáshlíðar.

–         Önnur tilfallandi verkefni sem stjórn sumarbúðanna kann að setja.

 

Hæfnis- og menntunarkröfur:

–         Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

–         Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar.

–         Reynsla af starfsmannamálum er æskileg.

–         Áhugi og metnaður á að vinna í kristilegu æskulýðsstarfi.

–      Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Umsóknir óskast sendar á netfangið:  starf@kfum.is. Óskað er eftir kynningarbréfi ásamt ferilskrá með vísun í umsagnaraðila.  Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veita Signý Gyða Pétursdóttir, formaður stjórnar Vindáshlíðar, sími 863 2388 og Ásgeir Péturson, stjórnarmaður, sími 695 4526.

—–

Í Vindáshlíð eru starfræktar sumarbúðir fyrir stúlkur og fer stærsti hluti starfseminnar fram yfir sumartímann.   Hver dvalarflokkur er 5–6 dagar og komast um 80 stúlkur í hvern flokk.  Starfið nýtur mikilla vinsælda.  Sumarið 2020 komu tæplega 800 stúlkur í Vindáshlíð.

Vindáshlíð er hluti af fjölbreyttu starfi KFUM og KFUK á Íslandi.  KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. KFUM  og KFUK stendur fyrir faglegu barna- og æskulýðsstarfi en félagið starfrækir fimm sumarbúðir og um 30 æskulýðsdeildir víðs vegar um landið, auk þess að standa fyrir leiðtogaþjálfun og fjölbreyttum viðburðum allt árið um kring. Aðferð Jesú Krists, að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu er í hávegum höfð í öllu starfi KFUM og KFUK.

Skrifstofa og starfsaðstaða er í höfuðstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík.