Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi  9. til 11. apríl

(flokkurinn sem vera átti í febrúar fellur niður)

Enn á ný bjóða Skógarmenn uppá fjölskylduflokk í Vatnaskógi, að þessu sinni að vori.
Í Fjölskylduflokki er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla tengslin í notalegu andrúmslofti.
Í flokknum er boðið uppá afslappaða og uppbyggilega dagskrá.
Starfsmenn staðarins hugsa vel um gesti, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.

Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir.

Verð er 12.900 kr. á mann en frítt er fyrir yngri en 6 ára.
Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 38.700 kr.

Hægt er að skrá sig:  SMELLIÐ HÉR!
(athugið að allar skráningar á netinu þarf að greiða þegar skráning fer fram. )

Ekki þarf að greiða fyrir börn yngri en 6 ára en það þarf að skrá þau: SMELLIÐ HÉR!

Ef þarf að skrá fleiri en þrjá fjölskyldumeðlimi, vinsamlega hafið samband við skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða á netfanginu skrifstofa@kfum.is þar eru einnig veittar nánari upplýsingar.

ATH: Ef fella verður flokkinn niður að óviðráðanlegum orsökum þá verður dvalargjaldið endurgreitt að fullu.

Farangur:
Vert er að vera vel búin/n til að njóta dvalarinnar sem best:
Búnað til útiveru, s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt.
Sundföt (fyrir þá sem vilja fara í heita potta), íþróttaskó og föt til notkunar í íþróttahúsi.
Rúmföt (sæng eða svefnpoka og lak).
Annað sem hver og einn telur nauðsynlegt.

Dagskrá:

Föstudagur 9. apríl
18:00 Svæðið opnar – Gestir koma sér fyrir, hver fjölskylda finnur sitt herbergi
19:00 Kvöldverður
20:00 Kvöldvaka í Gamla Skála
21:00 Frjáls tími
• Kvöldhressing
• Bænastund í kapellu
• Íþróttahúsið opið

Laugardagur 10. apríl
08:30 Vakið
09:00 Morgunverður
09:30 Morgunstund
• Biblíulestur
• Fræðslustund foreldra
• Leikstund
• Íþróttahúsið opið
• Föndursmiðjan opin
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími
• Gönguferð
• Föndursmiðjan
• Íþróttahúsið opið
15:00 Síðdegiskaffi
15:30 Frjáls tími
• Íþróttir og leikir í íþróttahúsi
• Undirbúningur f. hæfileikasýningu á kvöldvöku
• Heitir pottar við íþróttahús
18:30 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld
19:30 Kvöldvaka
21:00 Frjáls tími
• Kvöldhressing
• Kvöldganga / Bænastund
• Afslöppun í sal Birkiskála

Sunnudagur 11. apríl
Frá kl. 09:00 – 10:30 Morgunverður
10:00 Íþróttahúsið opið
10:30 Útivera
11:45  Lokastund
12:30 Hádegismatur
• Brottför