Kæru félagar í KFUM og KFUK
Kór KFUK Ljósbrot óskar ykkur gleðilegra jóla.
Í upphafi starsfsárs voru áætlaðir jólatónleikar í desember. Vegna aðstæðna er það ekki framkvæmanlegt . Síðastliðið vor fengum við tækifæri til tónleikahalds og héldum vortónleika þann 9.júní. Við eigum upptöku af þessum tónleikum og langar að deila þeim með ykkur. Það er lofsöngur okkar til Frelsarans.
http://extranet.inter.is/index.php/s/SoUmAfrWHEWEOIi
Kórinn er 5 ára um þessar mundir Hann stækkar hægt og bítandi. Kórfélagar eiga gott samfélag þar sem við lofum Guð í lofsöng og bæn ásamt góðri samveru. Við viljum fjölga í hópnum. Hvetjum söngelskar konur að slást í hópinn. Æfingar eru á miðvikudögum kl. 17-18:30 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík. Í hópnum eru konur á öllum aldri. Ýmislegt stendur til á vorönn. Stefnum að æfingabúðum í Vindáshlid þegar aðstæður leyfa ásamt Vortónleika.
Gleðileg jól.
Fyrir hönd Ljósbrots
Keith, Herdís, Ásta og Þórunn