Næstkomandi sunnudag milli 14-17 verður hægt að fara upp í Vindáshlíð og velja sér fallegt jólatré.
Tromla með neti verður á staðnum en húsið verður lokað.
Gott er að mæta með góða sög.
Verð fyrir tré er 5000 krónur og hægt er að millifæra inn á reikning Vindáshlíðar. Kt. 590379-0429 bankanr. 0515 – 26 – 163800
Við biðjum fólk vinsamlegast um að koma ekki fyrir kl.14 þar sem við erum með Jólaflokk sem er að ljúka og mikilvægt að allar sóttvarnarreglur séu hafðar að leiðarljósi.
Starfsfólk flokksins verður í húsi að ganga frá og vegna fjöldatakmarkana verður ekki hægt að bjóða fólki inn.
Kær kveðja.
Stjórn Vindáshlíðar.