Kæru jólasveinar og aðrir velunnarar,
Í ár ætlum við að bjóða uppá skemmtilega nýjung, pakkahappdrætti!
Allar gjafaöskjurnar innihalda handklæðasett (handklæði&þvottastykki) og óvæntan glaðning! Ásamt því verður að finna fjölda annarra gjafa af handahófi í öskjunum.
Meðal handahófsgjafa er að finna:
-Sumardvöl að eigin vali í sumarbúðir KFUM&KFUK
-Gjafabréf í sumarbúðir KFUM&KFUK að verðmæti kr. 10.000,-
-Kerti merkt með einkunnarorðum Ölvers
-Ölversbrúsar
Öskjurnar kosta kr. 5.000,- og pantanir berist á netfangið olver@kfum.is með upplýsingum um fjölda og fullt nafn kaupanda.
Hægt verður að panta til 7. desember og sækja öskjurnar á skrifstofuna okkar á Holtaveginum eftir hádegi 11. desember nk. og fram að jólum.
Jólakveðja
Stjórn Ölvers