Jólabasar KFUK hefst 28. nóvember nk. kl. 10:00 á vefsíðunni www.basarkfuk.com

– Við hvetjum alla til að taka þátt!

Jólabasar KFUK verður haldinn með rafrænu sniði þetta árið vegna COVID-19 og þeirra takmarkana sem eru í gildi.

Fyrirkomulagið í ár verður með þeim hætti að sett verður upp netverslun á vefsíðunni www.basarkfuk.com þar sem hægt verður að kaupa fallegar handgerðar vörur. Þá verður einnig tekið við frjálsum framlögum á vefsíðunni.

Basarinn hefst laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 10:00 og hvetjum við alla til að hafa hraðar hendur til að næla sér í fallegar handgerðar vörur.

Vefsíðan verður þó opin í viku en henni verður lokað laugardaginn 5. desember kl. 14:00. Hægt verður að velja um að fá vörurnar heimsendar eða sækja þær á Holtaveg 28 á fyrirfram ákveðnum tíma.

Á næstu dögum munum við birta sýnishorn af þeim vörum sem verða til sölu á facebook– og instagramsíðu Basars KFUK.

Við hvetjum alla til að leggja leið sína á www.basarkfuk.com og styðja við félagið!