Æskulýðsvettvangurinn hefur sett af stað vitundarvakningu um neteinelti á meðal barna og ungmenna. Hluti af átakinu er fræðslu- og forvarnarsíða um mismunandi birtingarmyndir og einkenni neteineltis, vísbendingar um neteinelti og alvarlegar afleiðingar þess. Vefsíðan er á slóðinni: https://aev.is/neteinelti

Neteinelti er ein stærsta ógnin sem börn og ungmenni standa frammi fyrir í dag. Með auknum samskiptum í gegnum netið eru börn og ungmenni berskjaldaðri gagnvart neteinelti sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Hjálpumst að við að stöðva neteinelti með því að kynna okkur birtingarmyndir, einkenni og alvarlegar afleiðingar þess.

https://aev.is/neteinelti