Hin árlega jólatréssala Vindáshlíðar verður haldin 6. desember, frá kl. 13:00 – 16:00.
Fyrir marga er stór hluti af jólaundirbúningnum að fara og velja sér jólatré. Það er svo ævintýralegt að fara inn í skóg, skoða jólatrén og velja sér það fallegasta, fella það og taka með sér heim. Allt þetta verður í boði hjá okkur í Vindáshlíð.
Við bjóðum ykkur að koma í Hlíðina fögru þann 6. desember og velja ykkur fallegasta tréð úr skóginum okkar.
Upplagt að koma með börnin og sameina fjölskyldu- og jólasamveru og skemmtilega útiveru.
Við mælum með að þið komið vel klædd og gott er að koma með góða sög.
Verð á jólatré er aðeins 5000 kr.
Í matsalnum ætlum við svo að bjóða upp á heitt kakó og vöfflur á vægu verði.
Fullorðnir: 1500 kr.
Börn (6-12 ára): 1000 kr.
Börn 5 ára og yngri fá frítt.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🎄