Jólabasar KFUK 28. nóvember nk. verður með rafrænu sniði þetta árið. Við hvetjum fólk til að taka þátt!
Jólabasar KFUK verður haldinn með rafrænu sniði laugardaginn 28. nóvember nk. en þó með breyttu sniði vegna COVID-19 og þeirra takmarkana sem eru í gildi. Nánari upplýsingar varðandi fyrirkomulag verða birtar í netfréttum og á facebook síðu Basars KFUK við fyrsta tækifæri. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með!
Við hvetjum þó félagsfólk til að leggja basarnum lið á ýmsan hátt. Alls konar vandaðar gjafir eru vel þegnar en þetta árið er allt heimabakað bakkelsi afþakkað í ljósi aðstæðna.
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að gefa vörur á basarinn þá er hægt að koma öllu til skila á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Tekið er við gjöfum á basarinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 en síðasti skiladagur er föstudagurinn 20. nóvember nk.