Nú fer að líða að jólum og styttist í síðasta skiladag fyrir jól í skókassa. Tveir af forstöðumönnunum okkar í barna- og unglingastarfinu í Lindakirkju, þeir Gunnar og Hreinn settu saman skemmtilegt myndband sem sýnir gerð gjafar fyrir Jól í skókassa. Sjón er sögu ríkari!

 

Þeir félagar benda á þann möguleika að koma með kassana í Lindakirkju á þriðjudags- eða fimmtudagskvöld, en slíkt er ætlað sérstaklega fyrir börn og unglinga sem hafa verið að taka þátt í starfi KFUM og KFUK í Lindakirkju. Annars bendum við öðrum á að hægt er að koma með kassa á Holtaveg 28, virka daga frá 9-19 eða á laugardaginn 14. nóvember milli kl. 11-16.

Ekki verður hægt að skila kössum eftir laugardaginn 14. nóvember.