KFUM og KFUK hefur ákveðið að fresta öllu barna- og æskulýðsstarfi sínu þar til 17. nóvember vegna samkomubanns út af útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Við hvetjum börn og fjölskyldur að nýta tímann til taka þátt í verkefninu Jól í skókassa og notast við áskoranavefinn okkar https://kfum.is/fjarfjor til að finna skemmtilegar áskoranir og birta á samfélagsmiðlum með taginu #fjarfjor.

Upplýsingar um fyrirkomulag á lokaafhendingu á pökkum vegna Jóla í skókassa verður kynnt á næstu dögum.

Við vitum að upplýsingar frá stjórnvöldum geta tekið breytingum og erum meðvituð um að ákvarðanir félagsins geta haldið áfram að breytast á næstu vikum.

Hægt verður að fylgjast með upplýsingum um starf félagsins á kfum.is og á Facebooksíðu félagsins.