Sem leiðandi æskulýðshreyfing þá viljum við hjá KFUM og KFUK á Íslandi hvetja börn og ungmenni til að lýðræðislegrar þátttöku. Hérna er kjörið tækifæri til þess, félagsmálaráðuneytið er nú að vinna að því að gera Ísland að enn betri stað fyrir börn. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er að búa til skjal (eða “stefnu”) með tillögum um hvernig sé best að gera það og verður það svo rætt á Alþingi. Þar er verið að horfa til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Það er mikilvægt að fá að vita hvað börnum finnst og fá hugmyndir ykkar um það sem hægt er að breyta og bæta. Umboðsmaður barna hefur því sett saman stuttan spurningalista sem við biðjum ykkur um að svara. Hérna er linkur á spurningarkönnunina:

https://www.surveymonkey.com/r/V8XF665

Við hvetjum foreldra til að taka könnunina með börnunum sínum, það tekur aðeins 10-15 mínútur að svara öllum spurningunum. Þeir sem eru að búa til stefnuna fá að sjá svörin og vinna með þau til að gera stefnuna betri. Umboðsmaður barna og aðrir munu kannski líka tala um svörin í blöðum, sjónvarpi eða útvarpi og segja frá því hvað börnum finnst mikilvægt.