Basar KFUK verður haldinn laugardaginn 28. nóvember nk., frá kl. 13:00 til 17:00 á Holtavegi 28, 104 Rvk.  Að því gefnu að aðstæður og takmarkanir vegna COVID-19 leyfi slíkan viðburð.

Á basarnum eru handgerðar vörur, jólaskraut, dúkar, leikföng, fatnaður og margt fleira. Heimabaksturinn verður einnig á sínum stað, en KFUK- konur eru þekktar fyrir gómsætar jólasmákökur, tertur og sultur.

Allir eru hjartanlega velkomnir á Basar KFUK, sem er kjörið tækifæri til að styðja við starfsemi félagsins, en um leið festa kaup á fallegu handverki og gómsætu góðgæti, rétt áður en aðventan gengur í garð.