Viðbrögð KFUM og KFUK við hertum Covid aðgerðum stjórnvalda sem tóku gildi í dag:

  1. Allt fullorðinsstarf félagsins fellur niður í tvær vikur, þ.m.t. kórastarf og AD fundir.
  2. Æskulýðsstarf félagsins helst óbreytt, enda ná aðgerðir stjórnvalda ná ekki til grunnskólabarna.  Eftir sem áður hafa leiðtogar fengið hvatningu til að huga vel að sóttvörnum.
  3. Stjórnir og nefndir innan KFUM og KFUK eru hvattar til að nýta fjarfundarbúnað næstu tvær vikur, sé því komið við.

Samfélagsleg ábyrgð félagsins okkar er mikil og bæði eðlilegt og sjálfsagt að við fylgjum tilmælum stjórnvalda. Forysta félagsins hvetur félagsfólk og aðra velunnara að sýna seiglu, samhug og ábyrgð.

F.h. KFUM og KFUK,

Tómas Torfason – framkvæmdastjóri.