Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi er vettvangur þar sem ungt fólk fær tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og til þess að hafa áhrif á málefni og verkefni félagsins sem snúa að börnum og ungmennum. Ungmennaráð er skipað ungu fólki á aldrinum 18 – 25 ára sem taka virkan þátt í starfi KFUM og KFUM á Íslandi. Ráðið er skipað 5-7 einstaklingum að hverju sinni og sótt er um setu í ráðinu.

Tilgangur ungmennaráðs KFUM og KFUK á Íslandi er að:

  • Efla þátttöku ungmenna í starfi KFUM og KFUK á Íslandi
  • Ungmenni öðlist rödd innan félagsins
  • Hafa áhrif og vinna að viðburðum á vegum KFUM og KFUK á Íslandi
  • Efla samstarf ungmenna KFUM og KFUK í Evrópu

Hér fyrir neðan er hægt að sækja um í ungmennaráði KFUM og KFUK á Íslandi, við hvetjum ungt fólk sem hefur brennandi áhuga á að efla ungmennalýðræði innan félagsins til að sækja um.
https://www.kfum.is/ungmennarad/