Boðið verður upp á tvo Mæðgnaflokka í Vindáshlíð í ár!
Fyrsti flokkurinn verður haldin 20.-22. Nóvember, og seinni flokkurinn verður 4.-6. desember. Mæðgur af öllum stærðum og gerðum á aldrinum 6-99 ára eru boðnar að fagna hátíðinni saman í Hlíðinni, og eiga yndislegar stundir með skemmtilegri jóladagskrá! (Það verður takmörkun á fjölda og sérstakar ráðstafanir í flokkunum vegna Covid faraldursins og því mun skráning fara fram á skrifstofu KFUM og KFUK. ) Bjóðið mömmum og dætrum ykkar með til að fagna aðventunni saman!
Verð í flokkana er 13.200 kr á manninn.
Skráning fer fram í síma 588-8899 á skrifstofu KFUM og KFUK.