Nú er undirbúningur fyrir verkefnið Jól í Skókassa hafinn bæði hjá okkur og eins hjá einstaklingum, fjölskyldum og vinahópum sem taka þátt í verkefninu með okkur með því að safna í, og útbúa kassa.
Þetta er skemmtilegt og gefandi verkefni sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt í óháð aldri.
Lokaskiladagur á höfuðborgarsvæðinu er 14. nóvember og tekið verður á móti skókössum frá kl. 11:00 – 16:00 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28.
Það er hægt að sjá nánar um móttökustaði og skiladaga hér: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/mottokusta%c3%b0ir/
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu þá eru nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig á að útbúa kassana hér: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/