Okkur í stjórn Vindáshlíðar þykir leitt að tilkynna að ekki verður kvennaflokkur í Vindáshlíð þetta árið. Í kvennaflokk er mikil nálægð í  samveru, söng og bæn og erfitt að tryggja 2 metra regluna sem og ábyrgar sóttvarnir. Við höfum skoðað aðra möguleika eins og að bjóða upp á flokk smáan í sniðum, þá væri hægt að tryggja gistingu með nægilegri fjarlægð og að hafa þá allar samverur niðri í sal og enga í dagstofu. Einnig yrði að gæta að 2 metra reglunni í matsal og því væri ekki möguleiki að konur sætu saman nema með 2 metra á milli sín. Við teljum þessa lausn ekki henta kvennaflokknum og því höfum við ákveðið að fella hann niður þetta árið.

Fh. stjórnar Vindáshlíðar

Linda Reynisdóttir