Í gær – mánudag komu 28 drengir í Vatnaskóg í síðasta flokk sumarsins. Þessi flokkur er aukaflokkur sem settur var á vegna mikillar aðsóknar. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 3. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim. Fínt veður og sól tók á móti þeim var vatnið óspart notað bæði til siglinga og einnig kældu margir sig í Eyrarvatni sem stendur við sumarbúðirnar. Auk bátanna var smíðaverkstæðið, íþróttahús, fótbolti, leiki, spil og margt fleira. Við endum daginn á kvöldvöku. Á kvöldvökum er sungið, farið í leiki, leikrit, hugleiðing. Á eftir kvöldvöku er boðið uppá kapellustund og síðar framhaldssaga áður en menn fara í koju.
Í dag þriðjudag er sól en nokkur vindur frá norð- austan,. Íþróttir, hermannaleikur, kofaferð, skotbolti eru meðal þess sem er í boði.
Matseðill
Mánudagur
Hádegismatur: Kjötbollur, kartöflumús, sósa og salat.
Kaffitími: Jógúrtkaka, pizzasnúðar og kryddbrauð.
Kvöldmatur: Tortillas
Kvöldhressing: Ávextir og pizzasnúðar.
Þriðjudagur
Morgunmatur: Kornflex, cheerios ofl.
Hádegismatur: Snitsel og meðlæti
Kaffitími: Kókosbollur, bananabrauð og súkkulaðikaka
Kvöldmatur; Pylsur
Starfsfólk flokksins
Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:
Ársæll Aðalbergsson – Forstöðumaður
Benedikt Guðmundsson – 1. borð
Fannar Logi Hannesson 2. borð
Jakob Viðar Sævarsson – 3 borð
Ástráður Sigurðsson – aukaforingi
Í eldhúsinu eru þær Agnes Þorkelsdóttir og Unnur Rún Sveinsdóttir.
Þá er Þórir Sigurðsson í flokknum og sinnir hann daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.
Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.
…..og hér eru nokkrar MYNDIR: