Kaffisölu Ölvers sem halda átti sunnudaginn 23. ágúst hefur verið aflýst vegna COVID 19.

Þar sem þessi ákvörðun hefur í för með sér tekjutap fyrir sumarbúðirnar langar stjórn Ölvers að biðja velunnara staðarins að leggja starfinu lið með því að styrkja þetta góða og mikilvæga starf á annan hátt t.a.m. með því að:

  • Leggja inn frjáls framlög í dýnusjóð Ölvers, en í ár söfnum við fyrir nýjum dýnum í Fjallaver.
  • Styrkja Ölver um einn nýjan stól í matsalinn, upphæð 13.000 krónur.

Hægt er að leggja stuðninginn inn á reikning sumarbúðanna Ölvers, kennitala 420369-6119, reikningsnúmer 0552-26-000422.