Drengirnir í Ævintýraflokki fengu heldur betur óvænta heimsókn á veisludegi í Vatnaskógi. Foringjaliðið fékk góða aðstoð frá landsliðsmanninum Rúrik Gíslasyni sem skoraði hvert markið á fætur öðru í æsispennandi leik í grenjandi rigningu. Niðurstaðan var þó 4-6 sigur hjá Stjörnu- og Draumaliði drengja.
Frábær dagur að baki og þakka Skógarmenn KFUM Rúrik kærlega fyrir að taka þátt í að búa til ógleymanlegar minningar fyrir 100 drengi.
Áfram að markinu!