Skógarmenn KFUM munu að venju bjóða upp á Sæludaga um Verslunarmannahelgina. Að þessu sinni verða eingöngu 300 helgarpassar fyrir 16 ára og eldri í boði og 50 dagpassar fyrir laugardag og sunnudag.
Miðasala hefst þriðjudaginn 14. júlí kl. 13:00 og hægt verður að nálgast sölusíðuna í gegnum hlekk á https://vatnaskogur.is/saeludagar/midasala-a-saeludogum/.
Verðskrá
- Helgarpassi fyrir 16 ára og eldri kr . 7.500.- Hámark 300 miðar í sölu
- Helgarpassi fyrir 7-15 ára kr. 4.500.-
- Dagsheimsókn laugardag kr. 4.000.- Hámark 50 miðar í sölu
- Dagsheimsókn sunnudag kr. 4.000.- Hámark 50 miðar í sölu
- Dagsheimsókn börn kr. 2.000.-
- Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Gisting og tjaldstæði
Uppbókað er í gistingu innanhús en hægt er að bóka sig á biðlista í síma 588-8899. Tjaldstæði eru á staðnum og innifalin í verði.
Boðið er upp á þann möguleika að tengjast rafmagni fyrir fellihýsi, tjaldvagna o.s.fr.v. Verð fyrir afnot af rafmagni er kr. 2.500.- fyrir alla helgina (ekki fyrir mjög orkufrek tæki).