Í tilefni af því að í ár er Kaldársel 95 ára þá verðum við með afmæliskaffi í húsakynnum KFUM og KFUK á Íslandi laugardaginn 27. júní frá kl 14:00 – 17:00. Vegna aðstæðna þá þurftum við að fresta afmælishátíðinni sem var plönuð nú í vor en ætlum nú að hafa smá afmælishitting.
Það er tilvalið að fara á kjörstað og mæta svo í kaffi til okkar, sýna sig og sjá aðra.
Verð:
- 12 ára og eldri 2.500 kr.
- 6-11 ára 1.000 kr.
- 5 ára og yngri fá frítt.
Okkur hlakkar til að fá ykkur og gleðjast með okkur.
Kveðja,
Stjórn Kaldársels