Í ár verður boðið upp á Feðginaflokk dagana til 20.–21. maí, frá miðvikudegi fram á fimmtudag (Uppstigningardag).
Flokkurinn verður með aðeins breyttu sniði – ein nótt og flokkurinn endar með kvöldkaffi á fimmtudeginum. Það verður gaman og við munum hafa skemmtilega dagskrá í boði fyrir feður og dætur, með áherslu á góðar samverustundir í Vatnaskógi bæði innan- og utandyra.
Það verða gönguferðir, föndur, söngur, bátar, opið íþróttahús, kvöldvökur, fræðslu- og samverustundir og ótalmargt fleira.
Verð í feðginaflokk með þessu sniði er kr. 9.900 fyrir einstakling.
Skráning fer fram í síma 588-8899 eða á: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1599
Pabbar og dætur endilega skella sér í feðginaflokk í Vatnaskógi.
Dagskrá fyrir flokkinn
Miðvikudagur 20. maí
19:00 Kvöldmatur
20:00 Dagskrá
- Bátar,
- íþróttahús o.fl.
21:30 Kvöldvaka í Gamla Skála
- Kapellustund
- Kvöldhressing
fimmtudagur 21. maí
8:30 Vakið
9:00 Morgunverður
9:30 Fræðslustund í Gamla
10:15 Fræðslustund fyrir feður
- Dagskrá í íþróttahúsi fyrir stúlkur
12:00 Hádegisverður
13:00 Dagskrá
- Íþróttir
- Bátar
- Smiðja
- og margt fleira
15:00 Kaffi
- Leikir
- Heitir pottar
- og margt fleira
18:00 Hátíðarkvöldverður Matskála
- Kvöldvaka að hætti hússins
- Kvöldhressing í Matskála
Heimferð
Nauðsynlegur farangur:
Sæng eða svefnpoki, lak, föt til skiptanna, íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt. Þá er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.