Fresta þurfti aðalfundi KFUM og KFUK á Íslandi auk aðalfunda nokkurra starfsstöðva vegna samkomubannsins. Stjórn KFUM og KFUK ásamt viðeigandi starfsstöðvum hafa fundið nýjar dagsetningar fyrir fundina í ljósi nýjustu ákvarðana stjórnvalda:

  • Miðvikudagur 29. apríl kl. 12:00 – Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður haldinn með fjarfundarbúnaði.
  • Mánudagur 4. maí kl. 20:00 – Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Fundurinn verður haldinn með fjarfundarbúnaði.
  • Mánudagur 25. maí kl. 20:00 – Aðalfundur Kaldársels (og Vinaseturs)
  • Þriðjudagur 26. maí kl. 20:00 – Aðalfundur Vindáshlíðar
  • Fimmtudagur 4. júní kl. 19:00 – Aðalfundur Skógarmanna KFUM
  • Laugardagur 6. júní kl. 10:00 – Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi