Framundan eru páskar þar sem við munum öll ferðast innanhús. KFUM og KFUK hvetur alla fjölskylduna til uppbyggjandi og skemmtilegrar samveru yfir heimahátíðina.
Páskabingó KFUM og KFUK eru tólf verkefni fyrir alla fjölskylduna til að leysa saman yfir páskana. Þegar þið hafið lokið við allt bingóspjaldið hvetjum við þig að senda okkur kveðju með myndum af verkefnunum á netfangið fjarfjor@kfum.is. Á sumardaginn fyrsta verður dregið úr innsendum kveðjum og ein fjölskylda sem skilar bingóspjaldinu útfylltu fær frímiða fyrir alla fjölskylduna á Sæludaga í Vatnaskógi í sumar.
K – Kristilegi þátturinn hefur það að markmiði að efla trúarþroska. Fræðsla um kristna trú og gildi er órjúfanlegur þáttur í starfi KFUM og KFUK.
F – Við erum frjáls félagasamtök. Með félagsmálafræðslu gerum við þátttakendur hæfari til að koma fram og sinna félagsmálum.
U – Við erum æskulýðshreyfing. KFUM og KFUK býður upp á fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni.
M/K – Við stuðlum að mannrækt og mannúð. Við viljum styrkja og efla sjálfsmynd, frumkvæði og áræðni einstaklingsins, og taka virkan þátt í góðum verkefni öllum til heilla.