Við í KFUM og KFUK vonum, biðjum og vinnum út frá því að ástandið vegna Covid19 veirunnar verði að mestu gengið yfir í júní og muni ekki raska dagskrá sumarbúða félagsins.

Ef við hinsvegar þurfum að fella niður dvalarflokk, þá endurgreiðum við dvalargjaldið að fullu. Ef foreldrar ákveða að draga barn sitt úr dvalarflokki, geta þau fengið 85% dvalargjaldsins endurgreitt ef afbókun er gerð a.m.k. 7 dögum fyrir brottför (Sjá nánar í 6. grein skilmálanna). 

Allar nánari upplýsingar um skilmála vegna netskráningar hjá KFUM og KFUK má sjá á slóðinni https://www.kfum.is/sumarstarf/skilmalar-vegna-netskraningar/.