Á þessum undarlegu dögum nú í mars og apríl er ótalmargt í boði á vefmiðlum fyrir okkur öll sem erum í samkomubanni og/eða föst heimavið. KFUM og KFUK vill benda á nokkur uppbyggjandi verkefni.
Listinn verður uppfærður reglulega með nýjum hugmyndum.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Fjarfjör KFUM og KFUK – www.kfum.is/fjarfjor
Fjarfjör er áskoranakeppni fyrir börn og unglinga í deildarstarfi KFUM og KFUK og aðra áhugasama. Annan hvern dag setja leiðtogar í deildarstarfi inn áskorun fyrir alla þátttakendur.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Ljósbrot Digraneskirkju – https://www.digraneskirkja.is/flokkar/frettir/
Séra Helga Kolbeinsdóttir hefur umsjón með Ljósbroti Digraneskirkju. Þar eru reglulega sett inn stutt myndbrot, þar sem lesin eru ljóð, ritningarvers, eða bæn og huggunarorð. Digraneskirkja birtir einnig helgistundir og prédikanir á sunnudögum.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Lindakirkja – https://www.youtube.com/channel/UCrY2nzk8x8KZUrLnl7SpDcQ
Meðan samkomubannið varir býður Lindakirkja upp á guðsþjónustur og sunnudagaskóla á vefnum.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Helgistund presta á Suðurnesjum – t.d. á https://www.facebook.com/keflavikurkirkja.ikeflavik/
Prestarnir á Suðurnesjum hafa daglegar helgistundir sem eru birtar á vefsíðum og facebooksíðum kirkna á svæðinu.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Guð-spjall – https://anchor.fm/gudspjall
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sveinn Valgeirsson skoða og spjalla um ritningartexta komandi sunnudags í þjóðkirkjunni, sögurnar að baki þeim og hugsanlega túlkun.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
#Stuðkví hjá skátum – https://skatarnir.is/studkvi/
#Stuðkví eru skemmtileg skátaverkefni sem hægt er að vinna heima eða úti í garði á meðan samkomubannið varir.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Heimaveran.is
Vefsíða með fjölbreyttum verkefnum fyrir fólk á öllum aldri.
[symple_divider style=“solid“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″]
Endilega sendið okkur ábendingar um fleiri, uppbyggjandi, skemmtileg og spennandi verkefni.