Fjarfjör KFUM og KFUK er áskoranakeppni fyrir börn og unglinga í deildarstarfi KFUM og KFUK. Annan hvern dag setja leiðtogar í deildarstarfi inn áskorun fyrir þátttakendur í deildarstarfi félagsins (og aðra áhugasama). Hver deild fær eitt stig fyrir hvern þátttakanda sem tekur áskoruninni og setur mynd eða myndband á Instagram merkt viðkomandi áskorun og nafni starfsstöðvar. Einnig geta þátttakendur sent mynd eða myndband á fjarfjor@kfum.is til að taka þátt.
Þau sem ekki eru virk í deildarstarfi en vilja taka þátt, geta gefið deild að eigin vali þau stig sem safnað er, nú eða stofnað gestahóp sem keppir við þær deildir sem fyrir eru. Nánari upplýsingar eru á www.kfum.is/fjarfjor.