KFUM og KFUK hefur ákveðið að fresta öllu barna- og æskulýðsstarfi sínu, fundum, samverum og ferðum, fram yfir páska. Vorferð fyrir börn í yngri deildum (9-12 ára) í Vatnaskóg hefur fengið nýja dagsetningu, 22.-23. apríl.

Aðalfundi félagsins og aðalfundum starfsstöðva og sumarbúða hefur verið frestað.  Nýjar dagsetningar verða auglýstar síðar.

Félags- og fullorðinsstarfi KFUM og KFUK hefur einnig verið frestað fram yfir páska. Það tekur til kórastarfs, AD-funda og annarra samvera.  Námskeiðum fyrir sumarstarfsfólk sem haldi átti á komandi vikum hefur einnig verið frestað.

Fordæmalausar aðstæður í samfélagi okkar kalla á fordæmalaus viðbrögð af okkar hálfu.  Samfélagsleg ábyrgð félagsins okkar er mikil og bæði eðlilegt og sjálfsagt að við förum að tilmælum stjórnvalda.  Við erum meðvituð um að staðan í samfélaginu getur breyst með stuttum fyrirvara og að ákvarðanir félagsins geta þurft að breytast í samræmi við það.

Forysta félagsins hvetur félagsfólks og aðra velunnara að sýna samhug, huga að þeim sem eru einir, biðja fyrir fólki og að skaðinn af þessu ástandi verði sem minnstur.

 

F.h. KFUM og KFUK, 

Tómas Torfason – framkvæmdastjóri.