KFUM og KFUK hefur ákveðið að fresta öllu barna- og æskulýðsstarfi sínu fram yfir páska vegna samkomubanns út af útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Stefnt er að því að bjóða upp á vorferð fyrir börn í yngri deildum frá miðvikudegi 22. til fimmtudags 23. apríl (Sumardagurinn fyrsti).
Jafnframt fellur niður öll leiðtogaþjálfun fyrir sumarbúðastarfsfólk fram til a.m.k. miðvikudagsins 15. apríl.
Við vitum að upplýsingar frá stjórnvöldum geta tekið breytingum og erum meðvituð um að ákvarðanir félagsins geta haldið áfram að breytast á næstu vikum.
Hægt verður að fylgjast með upplýsingum um starf félagsins á kfum.is og á Facebooksíðu félagsins.