Efni AD-KFUM fundar á morgun, fimmtudag 20. febrúar, þykir það spennandi að ákveðið hefur verið að fundurinn verði öllum opinn.

Ásberg Sigurðsson, skáld, verður gestur fundarins og fjallar um sorg, birtu og von í skáldskap sínum.

Ásmundur Magnússon hefur upphafsorð og bæn og sr. Henning Emil Magnússon hugvekju.

Hannes Guðrúnarson stjórnar fundinum og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mun annast píanóleik.

Fundurinn hefst kl. 20:00 á Holtavegi 28.

Kaffi, meðlæti og spjall eftir fund.

Fjölmennum og bjóðum gestum með okkur